Microsoft Educator Community
Fyrir kennara langar mig að kynna samansafn upplýsinga og námskeiða á síðunni Microsoft Educator Community.
Þar er hægt að skrá sig inn og byrja að læra á sínum hraða það sem ykkur langar að kunna betur í t.d. Office 365.
Maður safnar svo flottum verðlaunum (Badges) sem er skemmtilegt að eiga 🙂
Endilega skráið ykkur á https://education.microsoft.com/ og skoðið hvað er í boði.
Skype in the Classroom
Fyrir kennara langar mig að kynna Skype in the Classroom sem er góð leið til að fá t.d. gestakennara inn í skólastofuna án mikilis tilkostnaðar. Einnig er hægt að vinna samvinnuverkefni við t.d. aðra skóla hér á landi eða erlendis. Nú eða senda út það sem er að gerast í skólastofunni til annarra skóla eða bekkjahópa.
Endilega kynnið ykkur þetta betur á https://education.microsoft.com/skype-in-the- classroom/overview
Skype in the Classroom
Office Lens
Office Lens er magnað app sem færir okkur skanna í vasann. Það tengist beint við Onenote og/eða Onedrive og hægt er að skanna inn myndir, blöð og annað og setja inní okkar uppáhalds forrit.
Office Lens fyrir Android
Office Lens fyrir IOS
Office Lens fyrir Windows
Learning tools for Onenote lesa einnig það sem skannað er með Office Lens en sjón er sögu ríkari og hvet ég ykkur til að skoða og prófa.
Þetta er mjög gott tæki fyrir nemendur að hafa í sínum síma til að skanna inn verkefni eða glósur.