Í gær þann 2. maí var stór dagur fyrir okkur menntafólk og áhugasama um Microsoft Office 365. Þá var tilkynnt um framtíðarplön Microsoft í skólalausnum fyrir þetta ár. Þar var margt kunnuglegt en einnig var margt sem kom á óvart.
Hér að neðan fer ég lauslega yfir það sem helst bar á góma í gær.
Hér eru nokkrar erlendar greinar um efnið:
Microsoft Education: empowering students and teachers of today to create the world of tomorrow
Where to start and what to know about Microsoft Education’s new experiences
10 things to know about our #MicrosoftEDU event
Windows 10 S
Nýtt stýrikerfi sem á að vera létt og meðfærilegt og fljótlegt í uppsetningu. Windows 10 S byggir eingöngu á öppum úr Windows Store og þess vegna mun Office pakkinn nú verða aðgengilegur þar. Þessi setning segir allt sem segja þarf 🙂 „Windows 10 S is inspired by students and teachers, streamlined for simplicity, security and superior performance.“
Microsoft Teams in education
Það virðist vera búið að sameina kosti Microsoft Classroom og Microsoft Teams og búa þannig til öflugt námskerfi sem mér sýnist að geti verið góður kostur fyrir skóla að skoða. Þessi útgáfa af Microsoft Teams in Education er enn í trial en mun verða gefin út í sumar að þeirra sögn.
Hægt er að bæta við Teams „3rd party“ forritum og eitt frábært er t.d. Kahoot viðbótin.
Minecraft
Code builder for Minecraft var kynnt til sögunnar. Microsoft ætlar sér greinilega að koma forritun inn í skólakerfið og hefur tekist ágætlega upp með það.
Surface Laptop
Ný Surface fartölva var kynnt til sögunnar, þunn og þægilega 🙂 sem er hönnuð til að keyra Windows 10 S. Hægt er að panta hana fyrirfram en hún mun koma út í júní.
Windows Mixed Reality
Nýr möguleiki er að koma inn í Windows 10 í haust þar sem 3D tæknin er í fyrirrúmi. Þessi tækni er kölluð View Mixed Reality þar sem hægt er að taka hluti sem eru á skjánum og setja þá í samhengi við raunverulega hluti. Frekar flott 🙂
Microsoft Intune for Education
Draumur kerfisstjórans þar sem um er að ræða netlægt yfirlit og umsjónarkerfi fyrir tölvur skólans Microsoft Intune for Education, það væri gaman að heyra fréttir af því hvort þetta virkar í raun og veru, en sem kerfisstjóri þá hljómar þetta vel.
Það er greinilegt að Microsoft er virkilega að hlusta á skólafólkið þar sem mikið af þessum nýjungum og breytingum sem fram komu eru mikil framför og spennandi tímar framundan að prófa þessa nýju tækni.